Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 12. september 2020 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta glaður - Fréttir af Aubameyang á næstu dögum?
Arteta var ánægður að leikmennirnir gerðu það sem þeir hafa verið að gera á æfingum.
Arteta var ánægður að leikmennirnir gerðu það sem þeir hafa verið að gera á æfingum.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var glaður eftir góðan sigur á nýliðum Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal byrjar tímabilið mjög vel og þessir sigur fyllir stuðningsmenn af bjartsýni fyrir framhaldið.

„Ég vildi sjá liðið mitt áræðið með mikla orku og gera hlutina sem við gerum á æfingum. Það gerðum við í dag," sagði Arteta í viðtali eftir leik.

„Gabriel hafði ekki spilað í sex mánuði fyrir leikinn í dag. Mohamed Elneny var stórkostlegur. Hann hefur verið frábær á æfingum frá degi eitt. Ég þekki hann vel, við spiluðum saman. Í dag var hann framúrskarandi. Allir strákarnir gerðu sitt allra besta."

Enn er beðið eftir fréttum af nýjum samningi Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliða liðsins. „Ég er mjög jákvæður og vonandi fáið þið fréttir á næstu dögum."


Athugasemdir
banner
banner
banner