Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. september 2020 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Þægilegur sigur Arsenal í opnunarleiknum
Flottur sigur hjá Arsenal.
Flottur sigur hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fulham 0 - 3 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('9 )
0-2 Gabriel Magalhães ('49 )
0-3 Pierre Emerick Aubameyang ('57 )

Arsenal byrjar mjög vel í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Lærisveinar Mikel Arteta burstðu nýliða Fulham í opnunarleik deildarinnar.

Arsenal var ekki lengi að komast yfir því Frakkinn Alexandre Lacazette skoraði eftir aðeins níu mínútu. Willian, sem var fenginn frá Chelsea í sumar, átti stoðsendinguna.

Sjá einnig:
Lacazette sá fyrsti sem skorar fyrsta markið tvisvar sinnum

Arsenal var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 1-0. Í byrjun seinni hálfleiksins kom annað markið hjá gestunum þegar nýr miðvörður þeirra, Gabriel Magalhães sem var keyptur frá Lille í sumar, skallaði hornspyrnu Willian í netið.

Stuttu síðar gekk Pierre-Emerick Aubmeyang frá leiknum með fyrsta marki sínu á tímabilinu og þriðja marki Arsenal.

Heimamenn voru sprækir til að byrja með og áttu ágætis spilkafla en gestirnir í Arsenal voru heilt yfir sterkari og áttu sigurinn skilið. Fulham eru nýliðar en þeir voru upp fyrir tveimur árum og féllu þá eftir eitt tímabil í efstu deild.

Veislan heldur áfram í deild þeirra bestu á Englandi en það eru þrír aðrir leikir í dag og allir í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Aðrir leikir í dag:
14:00 Crystal Palace - Southampton (Síminn Sport)
16:30 Liverpool - Leeds (Síminn Sport)
19:00 West Ham - Newcastle (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner