Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. september 2020 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Milan festir kaup á Ante Rebic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að festa kaup á króatíska landsliðsmanninum Ante Rebic.

Rebic er kröftugur og fjölhæfur framherji sem þótti standa sig gífurlega vel á vinstri kantinum hjá Milan á síðustu leiktíð.

Milan fékk Rebic að láni í fyrra. Það tók hann tíma að vinna sig inn í byrjunarliðið en þegar þangað var komið var hann óstöðvandi og skoraði 11 mörk í 26 deildarleikjum. Hann tengdi sérstaklega vel við Theo Hernandez og Zlatan Ibrahimovic.

Rebic, sem verður 27 ára síðar í september, er keyptur frá Eintracht Frankfurt og skrifar undir fimm ára samning við Milan. Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 10 til 15 milljónum evra.

Frankfurt keypti Andre Silva af Milan í staðinn en kaupverðið þar er einnig óuppgefið.
Athugasemdir
banner
banner
banner