Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. september 2021 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Bellamy hættir hjá Anderlecht - Glímir við andleg veikindi
Craig Bellamy
Craig Bellamy
Mynd: Getty Images
Velski þjálfarinn Craig Bellamy er hættur þjálfun hjá belgíska félaginu Anderlecht til að huga að andlegri heilsu sinni.

Bellamy átti magnaðan knattspyrnuferil með liðum á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle auk þess sem hann var mikilvægur fyrir velska landsliðið.

Hann hélt út í þjálfun eftir ferilinn og hefur verið í þjálfarateymi Vincent Kompany hjá Anderlecht en hefur nú ákveðið að hætta vegna andlegra veikinda.

Bellamy hefur áður rætt það opinskátt að hann sé að glíma við þunglyndi og hefur hann nú ákveðið að leggja starf sitt til hliðar til að huga að heilsunni.

„Orkan sem Craig hefur gefið okkur er ómetanleg. Það er því auðvitað eðlilegt að við gefum honum tíma og frið til að vinna í sjálfum sér. Félagið styður hann á þessum erfiða kafla," sagði Peter Verbeke, yfirmaður íþróttamála hjá Anderlecht.
Athugasemdir
banner
banner
banner