Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. nóvember 2022 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir kvöldsins í enska: Erfitt hjá Koulibaly - Ödegaard bestur
Kalidou Koulibaly var slakur í dag
Kalidou Koulibaly var slakur í dag
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard var bestur hjá Arsenal
Martin Ödegaard var bestur hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Senegalski varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly var slakasti maður vallarins er Chelsea tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Koulibaly, sem kom til Chelsea frá Napoli í sumar, hefur átt erfitt uppdráttar í deildinni og ekki tekist að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Hann átti sinn þátt í sigurmarkinu. Miguel Almiron hafði betur gegn Koulibaly áður en varnarmaðurinn reyndi að tækla Almiron, en það heppnaðist ekki. Boltinn fór til Willock sem þrumaði honum í netið.

Koulibaly fær 4 líkt og Hakmi Ziyech. Joe Willock, Fabian Schär og Sven Botman fá allir 8 í liði Newcastle.

Newcastle: Pope (7), Trippier (8), Schar (7), Botman (8), Burn (7), Longstaff (6), Guimaraes (7), Willock (8), Almiron (7), Wood (6), Joelinton (7).
Varamenn: Wilson (6).

Chelsea: Mendy (6), Koulibaly (4), Chalobah (5), Azpilicueta (5), Loftus-Cheek (n/a), Jorginho (5), Kovacic (5), Hall (5), Gallagher (6), Mount (6), Broja (6).
Varamenn: Silva (6), Pulisic (5), Ziyech (4), Havertz (5), Cucurella (5).

Martin Ödegaard var þá besti maður Arsenal í 2-0 sigrinum á Wolves. Hann gerði bæði mörk gestanna og fær 8 fyrir frammistöðuna. Gabriel Martinelli og Fabio Vieira fá 7.

Wolves: Sa (6), Semedo (5), Collins (5), Toti (6), Kilman (5), Bueno (6), B. Traore (6), Neves (6), Moutinho (6), A. Traore (5), Guedes (6).
Varamenn: Podence (5), Lembikisa (5).

Arsenal: Ramsdale (6), White (6), Saliba (6), Gabriel (6), Zinchenko (6), Partey (6), Xhaka (5), Odegaard (8), Saka (6), Jesus (6), Martinelli (7).
Varamenn: Vieira (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner