Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. janúar 2020 12:43
Elvar Geir Magnússon
Búinn að tilkynna Sporting að hann vilji fara til Man Utd
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Bruno Fernandes hefur tilkynnt Sporting Lissabon að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Manchester United.

Umnited hefur verið í viðræðum við Sporting en enska félagið leggur mikla áherslu á að krækja í leikmanninn.

Fernandes er vongóðir um að samkomulag náist en kaupverðið yrði þá líklega um 60 milljónir punda.

Um er að ræða 25 ára miðjumann sem hefur skorað 67 mörk í 133 leikjum fyrir portúgalska félagið.

Hann hefur reglulega verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Tottenham.

Telegraph segir mögulegt að United láni Marcos Rojo til Sporting sem hluta af samkomulaginu um Fernandes.

United reynir að styrkja miðsvæði sitt. Félagið hefur mikinn áhuga á Donny van de Beek en þessi miðjumaður Ajax, sem Real Madrid hefur líka áhuga á, hefur útilokað að hann færi sig um set í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner