Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 17:45
Brynjar Ingi Erluson
„Flestir sem skilja ekki hvað er í gangi bakvið tjöldin"
Lucas Digne og Bernard í leik með Everton
Lucas Digne og Bernard í leik með Everton
Mynd: EPA
Brasilíski leikmaðurinn Bernard skilur vel þá ákvörðun Lucas Digne að yfirgefa Everton og ganga til liðs við Aston Villa en hann sendir franska bakverðinum kveðju á Instagram.

Everton fékk Bernard á frjálsri sölu frá Shakhtar Donetsk árið 2018 og spilaði hann þar í þrjú ár áður en hann hélt til sameinuðu furstaríkjanna og samdi við Sharjah á síðasta ári.

Nú er Digne farinn frá Everton. Aston Villa keypti hann í dag fyrir 25 milljónir punda en samband hans og Rafael Benítez, stjóra félagsins, var orðið stirrt og gat hann ekki hugsað sér að vera lengur í Liverpool-borg.

Bernard skilur ákvörðun Digne að fara mætavel og að ekki er allt sem sýnist.

„Það skilja kannski ekki allir hvað gerist á bakvið tjöldin. Ég elska Everton eins og þú, en því miður er fólk að vinna þarna sem vilja ekki ná sömu markmiðum og við. Ég elska þig bróðir og styð þig í einu og öllu, sama hvar þú spilar," sagði Bernard við kveðju Digne á Instagram.
Athugasemdir
banner