Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 09:43
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Allt öðruvísi verkefni en Freysi hefur verið í“
Freyr var síðast þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Freyr var síðast þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson verður formlega kynntur sem þjálfari Brann á fréttamannafundi í dag. Rætt var um þetta nýja verkefni hans í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Það er gríðarlegur fótbolti í Björgvin í Noregi og Tómas Þór Þórðarson segir að þarna sé Freyr að ganga inn í risastórt starf.

„Þetta er ekkert smá gigg. Þetta er fótboltabærinn í Noregi. Þarna er 17 þúsund manna völlur sem er fullur í hverjum einasta leik. Þetta er Premier league óður bær og bein flug til Manchester, Liverpool og London," segir Tómas.

„Þetta er risaklúbbur sem hefur reyndar ekki unnið marga titla. Í sögulegu samhengi eru þeir kannski með marga titla en síðan 1967 eru þeir með einn og það er meistaratitillinn 2007."

Þrír Íslendingar léku fyrir Brann þegar liðið varð meistari 2007; Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson. Síðasti titill sem félagið vann var bikarmeistaratitill 2022.

„Þetta er 300 þúsund manna bær og þetta er liðið. Þetta er eins og allt Ísland haldi með sama félagsliðinu. Þetta er allt öðruvísi verkefni en Freysi hefur verið í. Það er allt í fínum málum hjá þessu félagi í dag og strúktúrinn er í fínu lagi. Hann þarf kannski að fínpússa eitthvað en annars er allt í fínu lagi," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum en hjá fyrri félögum þurfti Freyr að standa í ákveðinni tiltekt.

Brann hefur síðustu tvö ár endað í öðru sæti og er vant því að stýra leikjum, var að meðaltali 60% með boltann í leik á síðasta ár. Freyr er því að fara í liði sem á að vera í toppbaráttunni.

„Hann hefur þurft að spila varnarsinnaðan fótbolta með Kortrijk og Lyngby því hann hefur verið í brunabílaástandi, hann hefur þurft að halda liðunum uppi. Þess vegna vildum við hann sem landsliðsþjálfara, því hann kann að verjast. Nú hlakka ég til að sjá hann taka næsta skref því Brann vill spila fótbolta," segir Tómas Þór.
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner