„Fékk móttökur eins og stórstjarna" segir í fyrirsögn Bergens Avisen en stór hópur fjölmiðlamanna beið Freys Alexanderssonar þegar hann lenti í norsku borginni í kvöld.
Hann er nýr þjálfari Brann og verður formlega kynntur á fréttamannafundi á morgun. „Ég ætla að sýna að ég sé rétti maðurinn," er haft eftir Frey.
Hann er nýr þjálfari Brann og verður formlega kynntur á fréttamannafundi á morgun. „Ég ætla að sýna að ég sé rétti maðurinn," er haft eftir Frey.
„Þetta er aðeins of mikið!" sagði Freyr brosandi á meðan fréttamenn eltu hann út úr flugstöðinni og út á bílstæðið. „Ég er með fimm hljóðnema í andlitinu, ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta gerist ekki á hverjum degi."
„Það er frábært að vera loksins kominn og þurfa ekki að fela sig," sagði Freyr en þegar hann kom til Bergen í viðræður í síðustu viku náðu fréttamenn ekki að finna hann þrátt fyrir mikla leit.
Freyr vildi ekki segja of mikið vegna fréttamannafundarins. „Við tölum saman betur á morgun," sagði hann við fréttamenn.
Ráðning Freys til Brann þýðir að allar líkur eru á að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari.
Athugasemdir