Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. febrúar 2020 07:00
Aksentije Milisic
Adrian: Mun ekki sitja á bekknum og bíða
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Adrian, varamarkvörður Liverpool, hefur sagt frá því að hann sé tilbúinn að berjast við Alisson um stöðu sem aðalmarkvörður liðsins.

Adrian kom til Liverpool á frjálsri sölu frá West Ham og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið strax í fyrstu umferð gegn Norwich þegar Alisson meiddist. Adrian hefur spilað alls 14 leiki á þessu tímabili.

„Alisson er friðsamur, auðmjúkur og hann verðskuldar alla þá hluti sem hann hefur afrekað. Við eyðum miklum tíma sama en ég er ennþá hér til að berjast fyrir sæti mínu í liðinu," sagði Adrian.

„Hann vann Meistaradeildina og Suður-Ameríku bikarinn á síðasta ári. Hann var besti markvörður ársins. Hann getur samt ekki slakað á með mig í kringum sig, ég hef sannað það."

Adrian greinir frá því að West Ham bauð honum þriggja ára samning sem hann vildi ekki þiggja því honum fannst hann ekki metinn að verðleikum hjá liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner