Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 13. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skóflustunga fyrir nýtt fótboltahús Hauka á 90 ára afmælinu
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, tók fyrstu skóflustunguna
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, tók fyrstu skóflustunguna
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það var stór dagur fyrir Hauka á 90 ára afmælisdegi félagsins í gær en fyrsta skóflustungan að nýju fótboltahúsi var framkvæmd á Ásvöllum í tilefni dagsins.

Lengi hefur verið beðið eftir nýju knatthúsi á Ásvöllum en 29. janúar var skrifað undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Hauka um byggingu knatthúss á Ásvöllum.

Fyrsta skóflustungan var svo framkvæmd á 90 ára afmælisdegi félagsins í gær en Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, tók skóflustunguna.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar og formaður bygginganefndar um knatthúsið voru einnig á svæðinu.

Nýtt knatthús mun rísa ásamt nýju grasæfingasvæði en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af deginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner