Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 13. maí 2024 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Emery ekkert að pæla í morgundeginum - „Við erum bara að hugsa um okkur“
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Jhon Durán átti stórleik inn af bekknum
Jhon Durán átti stórleik inn af bekknum
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Unai Emery er ekki með hugann við leik Tottenham Hotspur og Manchester City á morgun.

Í kvöld gerði Aston Villa dramatískt 3-3 jafntefli við Liverpool en það gefur Tottenham von á að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Á morgun fer fram leikur Tottenham og Manchester City. Ef Man City gerir jafntefli eða vinnur leikinn þá fer Villa í Meistaradeildina, en Emery er lítið að spá í þvi og vill að liðið einbeiti sér aðeins að því sem það gerir í lokaumferðinni á móti Crystal Palace.

„Við erum ótrúlega stoltir af þessu tímabili. Það er ekki alveg nóg í augnablikinu til að tryggja fjórða sætið, en við munum undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Crystal Palace á sunnudag,“

„Við fengum jafnvel færi eftir þessi tvö mörk sem við skoruðum. Við erum hér að fagna tímabilinu með stuðningsmönnunum á Villa Park.“

„Við erum bara að hugsa um okkur. Við munum undirbúa okkur fyrir leik á sunnudag, því þetta er allt í okkar höndum.“

„John Durán er einstakur leikmaður. Við verðum að reyna hjálpa honum. Hann er góður náungi og þarf allt liðið með sér. Hann er betur og betur að skilja kröfur okkar. Í dag var hann mjög klíniískur og sömuleiðis var þetta mikilvægt fyrir hann.“

„Í dag munum við fagna með stuðningsmönnunum, en við verðum að halda áfram, leggja vinnu í þetta og halda samræmi. Við höfum verið það allt tímabilið og sýnt mikinn þroska. Smátt og smátt hefur okkur tekist það,“
sagði Emery í lokin.
Athugasemdir
banner
banner