Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Páll rekinn frá Víkingi Ó. (Staðfest)
Lengjudeildin
Jón Páll stoppaði ekki lengi í Ólafsvík.
Jón Páll stoppaði ekki lengi í Ólafsvík.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víkingur Ólafsvík hefur sagt Jóni Páli Pálmasyni upp störfum sem þjálfara liðsins.

Jón Páll tók við Ólsurum fyrir tímabilið og undir hans stjórn hefur liðið unnið tvo leiki af fimm í Lengjudeildinni. Hann gerði þriggja ára samning fyrir tímabilið.

Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík
Knattspyrnufélagið Víkingur Ó. hefur ákveðið að segja Jóni Páli Pálmasyni upp störfum sem þjálfara félagsins og lætur hann af störfum nú þegar. Leit hefst nú að nýjum þjálfara.

Stjórn Víkings Ó. þakkar Jóni Páli fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar hér í Ólafsvík og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.

Jón Páll vildi ekki tjá sig um málið við Fótbolta.net í kvöld, annað en það að hann hefði verið rekinn.

Sjá einnig:
Jón Páll: Ég er ekki að reyna að fara í stígvélin hans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner