Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. júlí 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roma berst við Leicester um Matias Soulé
Soulé virtist ætla að vera hetja Frosinone á síðustu leiktíð en átti erfitt uppdráttar í vor.
Soulé virtist ætla að vera hetja Frosinone á síðustu leiktíð en átti erfitt uppdráttar í vor.
Mynd: EPA
AS Roma er með í baráttunni um argentínska kantmanninn Matias Soulé sem er eftirsóttur af Leicester City.

Soulé er 21 árs gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður.

Soulé er samningsbundinn Juventus og er talið að ítalska stórveldið vilji um 40 milljónir evra fyrir ungstirnið sitt. Þessi upphæð gæti komið í veg fyrir að Roma takist að sigra Leicester í kapphlaupinu.

Leikmaðurinn lék á láni hjá Frosinone á síðustu leiktíð og var lykilmaður hjá liðinu en mistókst að hjálpa liðinu að forðast fall úr efstu deild þrátt fyrir 11 mörk og 3 stoðsendingar í 36 leikjum.

Soulé byrjaði tímabilið mjög vel en átti aðeins eitt mark og eina stoðsendingu í síðustu 15 leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner