Þrír miðjumenn Breiðabliks hafa verið að glíma við meiðsli og eru í kapphlaupi við tímann til að vera klárir í bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni á laugardagskvöld.
Það eru Andri Rafn Yeoman, Oliver Sigurjónsson og Alexander Helgi Sigurðarson.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var spurður að því á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag hvort hann væri búinn að ákveða byrjunarliðið fyrir leikinn?
Það eru Andri Rafn Yeoman, Oliver Sigurjónsson og Alexander Helgi Sigurðarson.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var spurður að því á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag hvort hann væri búinn að ákveða byrjunarliðið fyrir leikinn?
„Liðið er ekki alveg klárt. Það hafa verið meiðsli í hópnum hjá okkur og menn eru að koma til baka. Það verður tekin ákvörðun á morgun föstudag þegar síðasta æfing fyrir leik verður," sagði Ágúst.
„Oliver, Andri Yeoman og Alexander hafa verið á meiðslalistanum en þetta kemur allt í ljós. Það er enginn af þeim 'alveg off' en við erum að vinna í kapphlaupi við tímann. Við erum með stóran og sterkan hóp og mætum með fullskipað lið og ætlum að gera vel á laugardaginn."
Oliver fór af velli í hálfleik í síðasta leik Breiðabliks fyrir landsleikjahlé en Andri og Alexander voru ekki í hóp, Á fjölmiðlaviðburðinum í dag talaði fyrirliði Blika, Gunnleifur Gunnleifsson, eins og ljóst væri að Andri myndi ekki spila leikinn á laugardag.
„Það er vont að missa einn besta leikmann Breiðabliks, Andra Yeoman, en við fyllum það skarð. Við erum með fullt af strákum sem eru tilbúnir að fara í hans spor," sagði Gunnleifur.
Úrslitaleikur Stjörnunnar og Breiðabliks á laugardaginn verður klukkan 19:15.
Sjá einnig:
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Athugasemdir