Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fim 13. september 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar og ólíkir þjálfarar
Það má búast við spennandi leik.
Það má búast við spennandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

Fótbolti.net fær álitsgjafa til að skoða leikinn en þar á meðal er Óli Stefán Flóventsson.

„Þarna eigast við lið með nokkuð ólíka leikstíla og ólíka þjálfara. Ég hef verið á báðum þeirra leikjum í sumar og það hafa verið afskaplega flottir fótboltaleikir. Þetta er uppskrift að frábærum úrslitaleik," segir Óli Stefán.

„Stjarnan er með kröftugt og beinskeytt lið. Þeir gera rosalega vel úr því. Þeir hafa marga möguleika í þeim efnum fram og við og eru sterkir varnarlega. Blikar eru minni, teknískari og vilja kannski halda bolta betur. Mér finnst Gústi hafa gert ótrúlega vel með þá. Þeir hafa verið agaðir og sótt hratt og gert það mjög vel. Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu,"

Það má búast við gríðarlega jöfnum leik og það kæmi Óla ekki á óvart ef hann yrði opinn.

„Stjarnan hefur unnið báða leikina gegn Blikum í hörkuleikjum. Þetta á eftir að ráðast á gamla góða dagsforminu. Stjarnan hefur sýnt öfluga og stöðuga frammistöðu í sumar og ef þeir halda þeim dampi inn í þennan dag hef ég trú á að þeir taki þetta. En Gústi er góður vinur minn og ég óska honum alls hins besta."

„Þetta gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur. Vonum að þetta fari 3-2! Síðasti leikur milli þessara lið, í Garðabænum, var mjög opinn þó vissulega hafi mörkin getað orðið fleiri."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Vilt þú fá VAR inn í Bestu-deildina á Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner