Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
banner
   fim 13. september 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar og ólíkir þjálfarar
Það má búast við spennandi leik.
Það má búast við spennandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

Fótbolti.net fær álitsgjafa til að skoða leikinn en þar á meðal er Óli Stefán Flóventsson.

„Þarna eigast við lið með nokkuð ólíka leikstíla og ólíka þjálfara. Ég hef verið á báðum þeirra leikjum í sumar og það hafa verið afskaplega flottir fótboltaleikir. Þetta er uppskrift að frábærum úrslitaleik," segir Óli Stefán.

„Stjarnan er með kröftugt og beinskeytt lið. Þeir gera rosalega vel úr því. Þeir hafa marga möguleika í þeim efnum fram og við og eru sterkir varnarlega. Blikar eru minni, teknískari og vilja kannski halda bolta betur. Mér finnst Gústi hafa gert ótrúlega vel með þá. Þeir hafa verið agaðir og sótt hratt og gert það mjög vel. Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu,"

Það má búast við gríðarlega jöfnum leik og það kæmi Óla ekki á óvart ef hann yrði opinn.

„Stjarnan hefur unnið báða leikina gegn Blikum í hörkuleikjum. Þetta á eftir að ráðast á gamla góða dagsforminu. Stjarnan hefur sýnt öfluga og stöðuga frammistöðu í sumar og ef þeir halda þeim dampi inn í þennan dag hef ég trú á að þeir taki þetta. En Gústi er góður vinur minn og ég óska honum alls hins besta."

„Þetta gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur. Vonum að þetta fari 3-2! Síðasti leikur milli þessara lið, í Garðabænum, var mjög opinn þó vissulega hafi mörkin getað orðið fleiri."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Liverpool - Man Utd á sunnudag?
Athugasemdir
banner