Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 13. september 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar og ólíkir þjálfarar
Það má búast við spennandi leik.
Það má búast við spennandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

Fótbolti.net fær álitsgjafa til að skoða leikinn en þar á meðal er Óli Stefán Flóventsson.

„Þarna eigast við lið með nokkuð ólíka leikstíla og ólíka þjálfara. Ég hef verið á báðum þeirra leikjum í sumar og það hafa verið afskaplega flottir fótboltaleikir. Þetta er uppskrift að frábærum úrslitaleik," segir Óli Stefán.

„Stjarnan er með kröftugt og beinskeytt lið. Þeir gera rosalega vel úr því. Þeir hafa marga möguleika í þeim efnum fram og við og eru sterkir varnarlega. Blikar eru minni, teknískari og vilja kannski halda bolta betur. Mér finnst Gústi hafa gert ótrúlega vel með þá. Þeir hafa verið agaðir og sótt hratt og gert það mjög vel. Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu,"

Það má búast við gríðarlega jöfnum leik og það kæmi Óla ekki á óvart ef hann yrði opinn.

„Stjarnan hefur unnið báða leikina gegn Blikum í hörkuleikjum. Þetta á eftir að ráðast á gamla góða dagsforminu. Stjarnan hefur sýnt öfluga og stöðuga frammistöðu í sumar og ef þeir halda þeim dampi inn í þennan dag hef ég trú á að þeir taki þetta. En Gústi er góður vinur minn og ég óska honum alls hins besta."

„Þetta gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur. Vonum að þetta fari 3-2! Síðasti leikur milli þessara lið, í Garðabænum, var mjög opinn þó vissulega hafi mörkin getað orðið fleiri."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Mun ráðningin á Hemma Hreiðars reynast farsæl fyrir Val?
Athugasemdir
banner
banner
banner