Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Elmar Kári: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
   fim 13. september 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar og ólíkir þjálfarar
Það má búast við spennandi leik.
Það má búast við spennandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

Fótbolti.net fær álitsgjafa til að skoða leikinn en þar á meðal er Óli Stefán Flóventsson.

„Þarna eigast við lið með nokkuð ólíka leikstíla og ólíka þjálfara. Ég hef verið á báðum þeirra leikjum í sumar og það hafa verið afskaplega flottir fótboltaleikir. Þetta er uppskrift að frábærum úrslitaleik," segir Óli Stefán.

„Stjarnan er með kröftugt og beinskeytt lið. Þeir gera rosalega vel úr því. Þeir hafa marga möguleika í þeim efnum fram og við og eru sterkir varnarlega. Blikar eru minni, teknískari og vilja kannski halda bolta betur. Mér finnst Gústi hafa gert ótrúlega vel með þá. Þeir hafa verið agaðir og sótt hratt og gert það mjög vel. Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu,"

Það má búast við gríðarlega jöfnum leik og það kæmi Óla ekki á óvart ef hann yrði opinn.

„Stjarnan hefur unnið báða leikina gegn Blikum í hörkuleikjum. Þetta á eftir að ráðast á gamla góða dagsforminu. Stjarnan hefur sýnt öfluga og stöðuga frammistöðu í sumar og ef þeir halda þeim dampi inn í þennan dag hef ég trú á að þeir taki þetta. En Gústi er góður vinur minn og ég óska honum alls hins besta."

„Þetta gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur. Vonum að þetta fari 3-2! Síðasti leikur milli þessara lið, í Garðabænum, var mjög opinn þó vissulega hafi mörkin getað orðið fleiri."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvor nýliðinn er líklegri til að halda sér uppi?
Athugasemdir
banner