Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Lennon með tvö í sigri FH á Blikum
Steven Lennon, geggjaður!
Steven Lennon, geggjaður!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 3 - 1 Breiðablik
1-0 Steven Lennon ('34 )
1-1 Viktor Karl Einarsson ('45 )
2-1 Steven Lennon ('77 )
3-1 Atli Guðnason ('92 )
Lestu nánar um leikinn

FH vann frábæran sigur gegn Breiðabliki þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deildinni í Kaplakrika í dag.

Fyrsta mark leiksins kom eftir rúman hálftíma og var að verki Steven nokkur Lennon. „Björn Daníel flkkkar boltanum að teig Blika og þar er Damir sem einhvern veginn misreiknar flugið á boltanum og skallar boltann aftur fyrir sig á Steven Lennon sem hamrar boltanum í fyrsta í fjærhornið!!!" skrifaði Arnar Laufdal í beinni textalýsingu.

FH-ingar fóru hins vegar ekki mjög glaðir inn í hálfleikinn því Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika stuttu fyrir leikhlé eftir fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði lið ógnuðu til að byrja með í seinni hálfleiknum Á 77. mínútu tók FH aftur forystuna og aftur var það Lennon sem skoraði - í þetta skiptið eftir frábæra sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni.

Lennon fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna áður en Atli Guðnason gerði út um leikinn í uppbótartíma eftir mistök hjá Antoni Ara.

Lokatölur 3-1 fyrir FH sem er í fjórða sæti með 23 stig. Breiðablik er einnig með 23 stig, en FH-ingar eiga leik til góða á Kópavogsliðið.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Stjarnan stal stigunum í Vesturbæ
Pepsi Max-deildin: KA kom sér átta stigum frá fallsvæðinu

Aðrir leikir í dag:
19:15 HK-ÍA (Kórinn)
20:00 Valur-Víkingur R. (Stöð 2 Sport - Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner