Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   þri 13. október 2020 15:15
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári á hliðarlínunni í landsleiknum á morgun?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins er ekki með U21 liðinu í Lúxemborg en hann er að afplána annan leik sinn í tveggja leikja banni.

Eiður er því á landinu og hlýtur að teljast líklegt að hann verði á hliðarlínunni annað kvöld þegar Ísland og Belgía eigast við í Þjóðadeildinni.

Erik Hamren og allt hans aðstoðarteymi er í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni KSÍ.

Líklegt er að Hamren muni stýra liðinu með hjálp tækninnar í leiknum en sett verður saman nýtt teymi í kringum liðið.

Þorvaldur Örlygsson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar U19 og U17 landsliða Íslands, hafa einnig verið nefndir. Svo er mögulegt að Kári Árnason fari inn í þjálfarateymið í þessum leik en hann getur ekki spilað vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner