mið 13. október 2021 17:47
Elvar Geir Magnússon
KSÍ hefur ekkert rætt við Heimi
Icelandair
Heimir var meðal áhorfenda á leik Íslands og Liechtenstein.
Heimir var meðal áhorfenda á leik Íslands og Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir við Vísi að hann hafi rætt við fjölmörg félög síðustu mánuði, innlend sem erlend.

Hann vildi þó ekkert tjá sig um viðræður við Stjörnuna en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann rætt við Garðabæjarfélagið og þeim viðræðum miðað vel áfram.

Það er allavega ekki í kortunum að hann snúi aftur í landsliðsþjálfarastöðuna. Heimir er ástsælasti þjálfari þjóðarinnar eftir frábæran árangur þau ár sem hann var landsliðsþjálfari.

KSÍ hefur ekkert rætt við Heimi síðan hann hætti sem þjálfari Al Arabi í Katar fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Fótbolti.net sendi KSÍ.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður segist ekki hafa rætt við Heimi og stjórnin ekki heldur. Þá hafi hans nafn ekki komið til tals innan stjórnar.

Vanda hefur talað um það að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi ekki fengið svigrúm til að sanna sig síðan hann tók við, meðal annars vegna utanaðkomandi aðstæðna.

„Arnar fær þessa stöðu og ef maður hugsar til baka, hvaða tækifæri hefur hann í raun fengið til að sanna sig sem þjálfari? Hann er alltaf með nýtt lið. Sem þjálfari sjálf væri ég ekki mjög spennt, þetta er erfitt. Hann er að reyna að byggja upp lið en svo breytist það aftur og aftur," sagði Vanda í hlaðvarpsviðtali í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner