Mist Funadóttir er búin að skrifa undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt, Þrótt, en hún er snúin aftur til félagsins eftir tvö ár með Fylki.
Mist er vinstri bakvörður, fædd 2003, og á að baki tæplega 70 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Fyrr á þessu ári lék hún með U23 landsliði Íslands þegar liðið vann 1-2 sigur á Finnum. Það var hennar fyrsti leikur í íslensku treyjunni.
Mist er vinstri bakvörður, fædd 2003, og á að baki tæplega 70 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Fyrr á þessu ári lék hún með U23 landsliði Íslands þegar liðið vann 1-2 sigur á Finnum. Það var hennar fyrsti leikur í íslensku treyjunni.
Í slúðurpakkanum í október var Mist einnig orðuð við FH en Þróttur varð fyrir valinu.
„Við fögnum því af heilum hug að Mist hefur ákveðið að snúa aftur heim í Laugardalinn. Við sóttumst stíft eftir að fá hana og erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Hún á eftir að blómstra í Þróttararbúningnum, á því er enginn vafi, enda sterkur leikmaður og á eftir að styrkja hóp okkar Þróttara á komandi árum svo um munar," segir Kristján Kristjánsson sem er formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Þróttur endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á liðnu tímabili og er Mist annar leikmaðurinn sem Þróttur krækir í þennan veturinn.
Þróttur
Komnar
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Växjö
Mist Funadóttir frá Fylki
Hildur Laila Hákonardóttir frá KR (var á láni)
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki (var á láni)
Farnar
Leah Pais til Kanada
Samningslausar
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (2001)
Þórey Hanna Sigurðardóttir (2008)
Elín Metta Jensen (1995)
Athugasemdir