Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. janúar 2022 11:18
Elvar Geir Magnússon
Ingvar þurfti að hætta á æfingu og verður ekki með gegn Suður-Kóreu
Icelandair
Ingvar Jónsson spilar ekkert í Tyrklandi.
Ingvar Jónsson spilar ekkert í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Jónsson verður ekki með í vináttulandsleik Íslands gegn Suður-Kóreu sem verður klukkan 11:00 á morgun að íslenskum tíma.

Ingvar, sem varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi síðasta sumar, þurfti að stíga út af æfingu í morgun og ljóst er að hann verður ekki með í leiknum á morgun.

„Það er því miður ómögulegt fyrir hann að spila," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í morgun.

„Ingvar er mjög svekktur að upp hafi komið smávægileg meiðsli. Það kom upp hnjask hjá einhverjum leikmönnum gegn Úganda en fyrir utan Ingvar eru allir klárir."

Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson skiptu með sér hálfleikjum í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda á miðvikudaginn. Báðir leikirnir núna í janúarfara fram í Belek í Tyrklandi þar sem Ísland er í æfingabúðum.

Sóknarmaðurinn Brynjólfur Willumsson er enn í einangrun á hótelinu í Tyrklandi og nær ekki leiknum á morgun. Hann var heldur ekki með gegn Úganda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner