Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason segir frá því á samfélagsmiðlum að Víkingur hafi náð samkomulagi við HK um kaup á sóknarmanninum Atla Þór Jónassyni.
„Samkomulag við HK-inga náðist um helgina. Víkingur R. borga vonandi helling fyrir hann," segir Hjörvar, sem er stuðningsmaður HK.
„Samkomulag við HK-inga náðist um helgina. Víkingur R. borga vonandi helling fyrir hann," segir Hjörvar, sem er stuðningsmaður HK.
Víkingar hafa núna reynt í nokkrar vikur að ná samkomulagi við HK um Atla. Fram hefur einnig sýnt honum áhuga.
Atli Þór er 22 ára, stór og stæðilegur framherji sem gekk í raðir HK fyrir tímabilið 2023. Hann kom frá uppeldisfélagi sínu, Hamri, og hafði einungis spilað í 4. deild þar til í fyrra. Hann hefur sýnt takta með HK sem hafa heillað fleiri félög.
Hann skoraði sjö mörk í 24 deildarleikjum síðasta sumar og áhuginn á honum minnkaði sennilega ekki við fernuna sem hann skoraði gegn Víkingi í Bose-mótinu fyrir um mánuði síðan.
Atli er samningsbundinn HK út tímabilið 2026 en hann gerði nýjan samning við félagið síðastliðið vor. HK féll úr Bestu deildinni í ár og verður í Lengjudeildinni á næsta ári.
Atli Þór Jónasson er orðinn leikmaður Víkings R. Samkomulag við HK-inga náðist um helgina. Víkingur R. borga vonandi helling fyrir hann. pic.twitter.com/MJ83XRocsf
— Hjör Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 14, 2025
Athugasemdir