fös 14. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Benítez: Hef aldrei kynnst öðru eins á ferlinum
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, þjálfari Dalian Yifang í Kína, segir mjög erfitt að takast á við undirbúningstímabilið með liðinu. Tímabilið í Kína átti að hefjast 22. febrúar en vegna kórónuveirunnar hefur því verið frestað til apríl, hið minnsta.

Benítez er með sína menn í æfingabúðum á Spáni að undirbúa sig fyrir tímabil sem er ekki einu sinni víst að fari fram.

„Ég hef aldrei vitað um eða upplifað annað eins á ferli mínum. Vanalega veistu hvaða leikir eru framundan og hvenær þú átt að spila en núna erum við að bíða," sagði Benítez við The Athletic.

„Auðvitað skilur þú ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eftir fréttirnar af veirunni. Þetta er venjulegt undirbúningstímabil en undir mjög sérstökum kringumstæðum."

„Fólk er að þjást í Kína og hugsanir okkar eru hjá þeim. Við þurfum að halda áfram að vinna vinnuna okkar og bíða eftir fréttum frá yfirvöldum og stjórnvöldum."

„Leikmennirnir vilja sjá fjölskyldur sínar og sjá hvort allt sé í lagi. Við tölum við þá og útskýrum að þetta sé sérstök staða."


1400 manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar og 60 þúsund manns hafa smitast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner