Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 14. febrúar 2021 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Flottur sigur Al Arabi - Ekki tapað í tvo mánuði
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingalið Al Arabi vann frábæran sigur gegn Al Wakrah í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Þetta var torsóttur sigur en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 77. mínútu leiksins. Mehrdad Mohammadi fór á vítapunktinn og skoraði það sem reyndist sigurmark Al Arabi.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er í lykilhlutverki hjá Al Arabi og hann spilaði auðvitað allan leikinn í dag.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og í þjálfarateyminu eru Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson.

Al Arabi er eftir sigurinn í dag komið upp í sjötta sæti en liðið hefur ekki tapað í átta leikjum í röð. Síðasta tap Al Arabi kom fyrir tveimur mánuðum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner