Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar er ekkert að láta fólk bíða og er búinn að opinbera byrjunarlið sitt í úrslitaleik Evrópumótsins, leiknum gegn Englendingum sem hefst klukkan 19:00 á Ólmypíuleikvangnum í Berlín.
Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá leiknum
Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá leiknum
Eins og margir bjuggust við gerir hann tvær breytingar frá sigrinum gegn Frakklandi í undanúrslitum. Robin Le Normand og Dani Carvajal voru í banni í þeim leik en koma báðir inn. Jesus Navas og Nacho Fernandez fara því á bekkinn.
Dani Olmo sem er meðal markahæstu manna á EM með þrjú mörk er áfram í byrjunarliðinu og þá er Alvaro Morata klár í slaginn og byrjar. Lamine Yamal, sem hélt upp á sautján ára afmæli sitt í gær, byrjar.
Byrjunarlið Spánar: Unai Simon, Carvajal, Le Normand, Laporte, Cucurella, Rodri, Fabian, Olmo, Yamal, Williams, Morata.
Athugasemdir