Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Rodri valinn bestur - Yamal besti ungi leikmaðurinn
Rodri og Yamal eru bestu menn mótsins
Rodri og Yamal eru bestu menn mótsins
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Rodri er besti leikmaður Evrópumótsins í ár en hann tók við verðlaununum eftir 2-1 sigurinn á Englendingum í kvöld.

Rodri var algerlega magnaður á miðsvæðinu hjá Spánverjum á mótinu og verðskuldaði þennan titil.

Fabian Ruiz var einnig líklegur til þess að vinna en Rodri hafði betur í þetta sinn.

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal var valinn besti ungi leikmaðurinn, en hann skoraði eitt og lagði upp fjögur á sínu fyrsta stórmóti.




Athugasemdir
banner