Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 14. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Chelsea og Tottenham eigast við
Mynd: EPA

Nottingham Forest tekur á móti West Ham í fyrri leik dagsins af tveimur í ensku úrvalsdeildinni. Seinni leikurinn er stórslagur þar sem Chelsea og Tottenham eigast við í Lundúnaslag.


Þar er verið að ræða um tvö af mest spennandi liðum deildarinnar sem keyptu nýja leikmenn í sumar og verður gífurlega spennandi að fylgjast með.

Tottenham er búið að næla sér í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence og Ivan Perisic á meðan Chelsea er komið með Raheem Sterling, Marc Cucurella, Kalidou Koulibaly og Carney Chukwuemeka.

Þessi lið enduðu í þriðja og fjórða sæti á síðustu leiktíð - Chelsea í þriðja og Tottenham í fjórða eftir dramatískan lokasprett þar sem öll liðin í Evrópubaráttu voru að misstíga sig furðu mikið. Lærisveinar Antonio Conte tóku framúr Arsenal og stálu Meistaradeildarsætinu.

Bæði liðin unnu í fyrstu umferð, Tottenham sannfærandi gegn Southampton á meðan Chelsea marði vængbrotið lið Everton.

Viðureign Forest og Hamranna lofar einnig góðu þar sem nýliðarnir eru þegar búnir að klófesta meira en tíu leikmenn í sumar.

Bæði lið byrjuðu tímabilið á tapi, gegn Newcastle og Man City.

Leikir dagsins:
13:00 Nott. Forest - West Ham (Síminn Sport)
15:30 Chelsea - Tottenham (Síminn Sport)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir