Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. september 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Óli Stígs: Erum að missa frábæran fótboltamann
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Við erum að missa frábæran fótboltamann. Mann sem er búinn að skora og leggja upp mörk fyrir okkur," sagði Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, um Valdimar Þór Ingimundarson eftir leik liðsins gegn KA í gær.

Valdimar spilaði væntanlega kveðjuleik sinn fyrir Fylki í 2-0 tapinu gegn KA í gær en hann er á leið til Stromsgödset í Noregi.

„Þetta er geggjaður strákur og uppalinn Fylkismaður. Við fögnum því að hann komist að erlendis og óskum honum alls hins besta."

Félagaskiptaglugginn er lokaður og því er ljóst að Fylkismenn geta ekki fengið nýjan mann til að fylla skarð Valdimars.

„Það kemur einhver inn og vonandi grípur hann sénsinn. Menn koma og fara í fótboltanum og þá stíga menn upp. Við erum með stráka hérna sem vonandi grípa sénsinn," sagði Ólafur.

Hér að neðan eru viðtöl við Ólaf og Valdimar eftir leikinn í gær.
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Valdimar eftir lokaleikinn með Fylki: Það er á milli mín og Strömsgodset
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Athugasemdir
banner
banner