Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 14. október 2019 21:42
Baldvin Már Borgarsson
Hamren: Það er ekki eins og við höfum verið að vinna fótboltaleik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren mætti súr á fréttamannafund eftir leik Íslands og Andorra sem fór 2-0 fyrir Ísland. Að öllu eðlilegu væru menn glaðir eftir sigur en það sem sat í Íslendingum eftir leik var jafntefli Frakklands og Tyrklands sem gerir EM draum okkar Íslendinga enn erfiðari, þar sem við þurfum að vinna rest og vona að Andorra nái stigi gegn Tyrkjum.

„Eins og þið sjáið á líkamstjáningunni minni og leikmanna þá er ekki eins og við höfum verið að vinna fótboltaleik, við vildum og við þurftum þrjú stig hér, okkur tókst það og við vildum líka úrslitaleik gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en núna verður það miklu erfiðara.''

Andorra breytti liðinu sínu frá síðasta leik, kom það Hamren á óvart?

„Nei það kom okkur ekki á óvart, þeir unnu fleiri einvígi en við fyrstu mínúturnar, þeir komu okkur ekki á óvart. Þeir spila með hjartanu, þeir sýndu það allan leikinn þó svo að við vorum betri aðilinn.''

Það var pirrandi að fylgjast með leiknum í fyrri hálfleik áður en við skorum þar sem leikmenn Andorra voru að tefja, lengi að koma boltanum í leik og að beita allskonar brögðum til þess að hægja á leiknum, hvað hefur Hamren að segja um það?

„Já við vissum að þetta yrði svona, við vorum undirbúnir fyrir það. Það sem fór í taugarnar á mér var að þeir voru að vinna einvígin sem við vildum vinna, við bjuggumst við því að þeir myndu spila svona og þá er svo mikilvægt að vinna einvígin. Fyrir mér skiptir fótbolti að mestu leyti um að vinna einvígin sín, það er svo mikilvægt. Þú sást það í fyrsta markinu, við unnum skallaboltann, við unnum seinni boltann og það skilaði okkur marki. Það er mjög mikilvægt að skora fyrsta markið.''
Athugasemdir
banner
banner