Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. október 2020 06:00
Aksentije Milisic
AC Milan vill kaupa Dalot
Dalot í leiknum fræga gegn PSG.
Dalot í leiknum fræga gegn PSG.
Mynd: Getty Images
AC Milan er sagt vilja hefja viðræður við Manchester United um kaup á Diogo Dalot, leikmanni liðsins.

Hinn 21 árs gamli Dalot fékk lítið að spila hjá Ole Gunnar Solskjær og lánaði United hann til AC Milan fyrir þetta tímabil. Miðlar á Ítalíu greina nú frá því að AC vill kaupa leikmanninn frá United.

Dalot, sem á eftir að spila sinn fyrsta leik á Ítalíu, gæti gert það á laugardaginn kemur þegar AC og Inter Milan mætast í grannaslag í ítölsku deildinni.

Þó er enn óljóst hvort leikurinn fari fram. Sex leikmenn Inter hafa greinst með kórónuveiruna og þá er fyrrverandi liðsfélagi Dalot einn af þeim, Ashley Young.

Dalot hefur einungis spilað einn leik á þessu tímabili en sá leikur kom í sigri United á Brighton í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner