Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 14. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool að lána Wilson - Swansea líklegast
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar að lána kantmanninn Harry Wilson áður en félagaskiptaglugginn í neðri deildunum á Englandi lokar á föstudag.

Wilson var á láni hjá Derby á þarsíðasta tímabili og á síðasta tímabili var hann á láni hjá Bournemouth sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Burnley íhugaði að kaupa hinn 23 ára gamla Wilson á dögunum en ekkert varð á því. Burnley bauð tólf milljónir punda í Wilson en Liverpool vildi fá nær tuttugu milljónum punda fyrir leikmanninn sem er landsliðsmaður Wales.

Samkvæmt fréttum frá Englandi er Swansea í bílstjórasætinu í baráttunni um Wilson.

Cardiff, Derby og Nottingham Forest hafa einnig áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner