Frakkland, Ítalía og Þýskaland unnu góða sigra í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Þjóðverjar eru komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Frakkar unnu Belga, 2-1, í Brussel í kvöld. Randal Kolo Muani skoraði bæði mörk Frakka en fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu á 35. mínútu og það síðara þegar hálftími var eftir.
Aurelien Tchouameni, miðjumaður Frakklands, fékk að líta rauða spjaldið fimmtán mínútum fyrir leikslok. Frakkar eru öðru sæti B-riðils með 9 stig, einu á eftir Ítalíu sem vann á heimavelli, 4-1.
Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu.
Þýskaland kom sér þá í 8-liða úrslit með því að vinna nauman 1-0 sigur á Hollandi.
Jamie Leweling var að spila sinn fyrsta leik með þýska landsliðinu og skoraði eina mark leiksins hálftíma fyrir leikslok. Hann skoraði fyrr í leiknum en það mark var dæmt af vegna rangstöðu.
Dominik Szoboszlai skoraði bæði mörk Ungverjalands sem vann Bosníu, 2-0. Ungverjar eru í 3. sæti C-riðils með 5 stig eins og Hollendingar.
Í riðli Íslands í B-deildinni vann Wales 1-0 sigur á Svartfjallalandi. Harry Wilson skoraði sigurmarkið en Wales er í öðru sæti með 8 stig, fjórum stigum meira en Ísland sem er í þriðja sæti.
A-deild:
Belgía 1 - 2 Frakkland
0-0 Youri Tielemans ('23 , Misnotað víti)
0-1 Randal Kolo Muani ('35 , víti)
1-1 Lois Openda ('45 )
1-2 Randal Kolo Muani ('62 )
Rautt spjald: Aurelien Tchouameni, France ('76)
Ítalía 4 - 1 Ísrael
1-0 Mateo Retegui ('41 , víti)
2-0 Giovanni Di Lorenzo ('54 )
2-1 Mohammed Abu Fani ('66 )
3-1 Davide Frattesi ('72 )
4-1 Giovanni Di Lorenzo ('79 )
Bosnía og Hersegóvína 0 - 2 Ungverjaland
0-1 Dominik Szoboszlai ('38 )
0-2 Dominik Szoboszlai ('50 , víti)
Þýskaland 1 - 0 Holland
1-0 Jamie Leweling ('64 )
B-deild:
Georgía 0 - 1 Albanía
0-1 Kristjan Asllani ('48 )
Úkraína 1 - 1 Tékkland
0-1 Lukas Cerv ('18 )
1-1 Artem Dovbyk ('53 , víti)
Ísland 2 - 4 Tyrkland
1-0 Orri Oskarsson ('3 )
1-0 Hakan Calhanoglu ('54 , Misnotað víti)
1-1 Irfan Kahveci ('62 )
1-2 Hakan Calhanoglu ('67 , víti)
2-2 Andri Gudjohnsen ('83 )
2-3 Arda Guler ('88 )
2-4 Muhammed Kerem Akturkoglu ('90 )
Wales 1 - 0 Svartfjallaland
1-0 Harry Wilson ('36 , víti)
C-deild:
Aserbaijdsan 1 - 3 Slóvakía
0-1 Rahil Mammadov ('15 , sjálfsmark)
1-1 Toral Bayramov ('38 )
1-2 Lukas Haraslin ('75 )
1-3 David Duris ('86 )
Rautt spjald: Mahir Emreli, Azerbaijan ('70)
Eistland 0 - 3 Svíþjóð
0-1 Sebastian Nanasi ('29 )
0-2 Sebastian Nanasi ('37 )
0-3 Viktor Gyokeres ('66 )
Athugasemdir