Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færist nær nýjum og mun betri samningi
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: EPA
Jamal Musiala er að færast nær því að skrifa undir nýjan samning við Bayern München.

Bayern vonast til að gera samning við hann sem gildir til 2030.

Núgildandi samningur hans rennur út 2026 en hann mun fá verulega launahækkun með nýjum samningi.

Með nýjum samningi kemur Musiala til með að fá um 22 milljónir evra og verður einn launahæsti leikmaður Bayern. Hann kemst þá í sama flokk og Harry Kane, sem er launahæstur hjá félaginu.

Musiala er spenntur fyrir framtíð sinni hjá félaginu en hann er aðeins 21 árs gamall og þrátt fyrir það algjör lykilmaður bæði í sterku liði Bayern og í þýska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner