Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýska sambandið fylgir í fótspor KSÍ
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
Þýska fótboltasambandið hefur ákveðið að fylgja í fótspor KSÍ með því að hætta stuðningi við Gianni Infantino, núverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA.

KSÍ samþykkti á stjórnarfundi í desember síðastliðnum að styðja Infantino ekki áfram í forsetastólnum. Kjörið fer fram 23. mars næstkomandi í Rúanda en Infantino er sá eini sem býður sig fram.

FIFA hefur legið undir mikilli gagnrýni á síðustu mánuðum, en það var mikill hiti í kringum sambandið á meðan HM í Katar var. Þar var fyrirliðum liðanna meðal annars bannað að bera regnbogafyrirliðaband til stuðnings samkynhneigðum en samkynhneigð er bönnuð í Katar.

Svo hefur það meðal annars verið gagnrýnt harðlega að ferðamannaiðnaðurinn í Sádí-Arabíu sé einn aðalstyrktaraðilinn á HM kvenna í sumar, á meðan kvenréttindi eru ekki í hávegum höfð í landinu.

Í yfirlýsingu þýska sambandsins segir að upplýsingagjöf FIFA sé ekki nægilega góð og það þurfi að bæta. Sambandið ætli ekki að styðja Infantino til frekari verka, en hann hefur verið mjög umdeildur í starfi upp á síðkastið.

Sjá einnig:
KSÍ samþykkir á stjórnarfundi að styðja ekki Infantino aftur
Voru ekki látin vita af stórum styrktaraðila frá Sádí-Arabíu


Athugasemdir
banner
banner
banner