Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vestri fær leikmann frá Suður-Afríku (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri hefur nælt í varnarsinnaðan miðjumann frá Suður Afríku fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar.

Sá heitir Thibang Sindile Theophilus Phete, betur þekktur sem Cafu Phete.

Hann er þrítugur en hann er uppalinn hjá MIlano United í heimalandinu. Hann hélt til Portúgals árið 2014 og hefur spilað þar lengst af á ferlinum. Hann hefur spilað 87 leiki í efstu deild þar í landi.

Hann getur einnig leyst stöðu varnarmanns. Hann mun koma til móts við liðið Í Tenerife en liðið fer í æfingaferð um helgina.

Komnir
Guy Smit frá KR
Diego Montiel frá Svíþjóð
Emmanuel Agyeman Duah frá Færeyjum
Kristoffer Grauberg Lepik frá Svíþjóð
Anton Kralj frá Svíþjóð
Daði Berg Jónsson frá Víkingi (á láni)
Guðmundur Páll Einarsson frá KFG
Birkir Eydal frá Herði

Farnir
Benedikt V. Warén í Stjörnuna
Andri Rúnar Bjarnason í Stjörnuna
William Eskelinen til Finnlands
Ibrahima Balde í Þór
Pétur Bjarnason
Jeppe Gertsen
Elvar Baldvinsson í Völsung
Aurelien Norest
Inaki Rodriguez
Friðrik Þórir Hjaltason
Ívar Breki Helgason í Hörð
Athugasemdir
banner
banner
banner