Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 15. apríl 2024 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Seinkun á leiknum í Árbænum því netið var götótt - Guðmann bjargaði Daða
Daði mættur með teiprúlluna til að reyna að laga markið.
Daði mættur með teiprúlluna til að reyna að laga markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er eðli neta að vera götótt en rétt í þann mund sem leikur Fylkis og Vals í Bestu-deild karla átti að hefjast í gærkvöldi kom babb í bátinn.

Möskvarnir voru orðnir of stórir ofan á öðru markinu og því þyrfti að kalla til viðgerðarmann til að huga að verkinu.

Sá sem var tilkallaður var Daði Ólafsson leikmaður Fylkis sem er ekki leikfær ennþá eftir að hafa slitið krossband í fyrra.

Daða gekk lítið að gera við markið svo gamla brýnið Guðmann Hauksson vallarstjóri Fylkis mætti á svæðið og setti upp stól og gekk frá málum svo hefja mætti leik, nokkrum mínútum á eftir áætlun.

Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner