Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. maí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Burnley: Fimm manna varnarlína
Tottenham skellti Arsenal á fimmtudaginn.
Tottenham skellti Arsenal á fimmtudaginn.
Mynd: EPA
Cornet kemur aftur inn í byrjunarliðið hjá Burnley.
Cornet kemur aftur inn í byrjunarliðið hjá Burnley.
Mynd: Getty Images

Tottenham og Burnley eigast við í fyrsta leik dagsins í enska boltanum og hafa byrjunarliðin verið gefin út. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í hóp hjá fallbaráttuliði Burnley vegna veikinda.


Leikurinn í dag er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið. Lærisveinar Antonio Conte í Tottenham þurfa sigur í Meistaradeildarbaráttunni á meðan Burnley getur svo gott sem bjargað sér frá falli með sigri.

Heimamenn í Tottenham gera aðeins eina breytingu á liðinu sem lagði Arsenal að vell í vikunni þar sem Lucas Moura tekur byrjunarliðssæti Dejan Kulusevski, sem fer á bekkinn.

Michael Jackson gerir þrjár breytingar á liði Burnley eftir tap gegn Aston Villa um síðustu helgi og bætir auka manni í varnarlínuna.

Aaron Lennon og Wout Weghorst missa sæti sín í liðinu ásamt James Tarkowski sem er meiddur. Þeirra í stað fer Maxwel Cornet á vinstri vænginn á meðan Matt Lowton og Kevin Long koma í varnarlínuna.

Burnley mætir því til leiks á Tottenham Stadium með fimm manna varnarlínu og aðeins einn sóknarmann, Ashley Barnes.

Tottenham: Lloris, Sanchez, Dier, Davies, Emerson, Bentancur, Hojbjerg, Sessegnon, Moura, Son, Kane
Varamenn: Gollini, Austin, Winks, Rodon, Kulusevski, Bergwijn, White, Scarlett, Craig

Burnley: Pope, Roberts, Collins, Long, Taylor, McNeil, Cork, Brownhill, Lowton, Cornet, Barnes
Varamenn: Hennessey, Weghorst, Lennon, Bardsley, Mancini, Thomas, Dodgson, Costelloe, McGlynn


Athugasemdir
banner
banner
banner