Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   mið 15. maí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd íhugar að ráða McKenna í stað Ten Hag
Guardian, einn áreiðanlegasti fjölmiðill Bretlandseyja, segir að Manchester United hafi áhuga á að ráða Kieran McKenna sem stjóra. Framtíð Erik ten Hag er í óvissu og taldar líkur á að Hollendingurinn yfirgefi Old Trafford í sumar.

Fleiri úrvalsdeildarfélög hafa sýnt McKenna áhuga en hann hefur stýrt Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum og er kominn með liðið í ensku úrvalsdeildina.

McKenna starfaði sem þjálfari hjá Manchester United í sex ár og þekkir því hvern krók og kima á Old Trafford. Hann þjálfaði U18 ára lið United áður en hann varð aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær hjá aðalliðinu.

Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá United og búist við því að Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum félagsins, skoðastöðuna eftir lokaleik tímabilsns; úrslitaleikinn gegn Manchester City um FA-bikarinn.

Guardian segir að United hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn McKenna en heimildir blaðsins segja að málin séu á upphafsstigi. McKenna, sem er 38 ára, hafnaði því að taka við Crystal Palace á miðju tímabili.

Ipswich er ákveðið í að halda McKenna sem er með samning til 2027. Ef hann færir sig um set þyrftu nýir vinnuveitendur hans að borga nokkuð háar bætur. Eigendur Ipswich ætla að funda með Norður-Íranum á næstu vikum og telja sig geta sannfært hann um að stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton er einnig sagt horfa til McKenna ef Roberto De Zerbi yfirgefur félagið. Ef Ten Hag hættir hjá United hefur Thomas Frank hjá Brentford einnig verið orðaður við starfið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner