Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 15. september 2024 11:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Tottenham og Arsenal: Ödegaard ekki með

Það er risa grannaslagur í úrvalsdeildinni í dag þar sem Tottenham fær Arsenal í heimsókn.


Tottenham er án Richarlison og Yves Bissouma. Það eru fjórar breytingar á liðinu frá tapi gegn Newcastle í síðustu umferð. Pape Sarr, Bissouma, Radu Dragusin og Wilson Odobert detta út og Rodrigo Bentancur, Brennan Johnson, Mickey van de Ven og Dominic Solanke koma inn.

Arsenal er án leikmanna á borð við Martin Ödegaard, Declan Rice og Riccardo Calafiori. Það eru tvær breytingar á liði Arsenal sem gerði jafntefli gegn Brighton. Jorginho og Gabriel Martinelli koma inn fyrir Rice og Ödegaard. Havertz eða Trossard eru á miðjunni í stað Ödegaard.

Raheem Sterling og Gabriel Jesus eru á bekknum en Ödegaard og Oleksandr Zinchenko eru ekki í hóp.

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Van de Ven, Udogie, Bentancur, Kulusevski, Maddison, Son, Solanke, Johnson

Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Timber, Jorginho, Partey, Trossard, Saka, Havertz, Martinelli


Athugasemdir
banner