Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. nóvember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tónlistarmaður hafnaði að fara á HM í Katar þrátt fyrir stórt boð
Rod Stewart.
Rod Stewart.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn Rod Stewart kveðst hafa hafnað tilboði þess efnis að skemmta á HM í Katar.

Mótið hefst þann 20. nóvember næstkomandi en það hefur verið harðlega gagnrýnt að mótið sé haldið í landinu.

Í samtali við The Times segir Stewart að sér hafi boðist greiðsla upp á meira en 1 milljón dollara til þess að skemmta á athöfn í kringum mótið en hann hafnaði því.

„Það er ekki rétt fyrir mig að fara," segir Stewart.

Mannréttindi og aðbúnaður farandverkamanna í Katar hafa verið gagnrýnd harðlega í aðdraganda HM. Fjölmargir hafa látið lífið í Katar frá því þau tíðindi bárust að mótið yrði haldið þar í landi. Það hafa verið fréttir um það að verkamenn séu að vinna lengi í miklum hita án þess að fá nægilega mikið magn af mat og vatni.

Þá er samband einstaklinga af sama kyni bannað í Katar og einnig er fræðsla um samkynhneigð skilgreind sem glæpur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner