Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Tólfan vonar að Arnar mæti á Ölver
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tólfan vil óska nýjum landsliðsþjálfara til hamingju með starfið og hlakkar til að styðja liðið undir hans stjórn til stórra afreka. Það er okkar von að hann haldi áfram þeim frábæra sið að hitta okkur á heimavellinum okkar, Ölveri, fyrir heimaleiki líkt og forverar hans hafa gert," segir í tilkynningu frá stjórn Tólfunnar, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins.

Arnar Gunnlaugsson ræðir við fjölmiðla á fréttamannafundi í Laugardalnum klukkan 14, eftir að hafa verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari að lonum stjórnarfundi KSÍ í gær.

Það hefur verið hefð síðan Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson voru með landsliðið að landsliðsþjálfarinn mæti á Ölver á leikdegi og ræði við stuðningsmenn.

„Við skorum á allar Tólfur landsins til að flykkja sér á bak við nýjan þjálfara og mæta á næsta heimaleik að bjóða hann velkominn og styðja strákana okkar. Áfram Ísland!"

Lesendum Fótbolta.net líst vel á ráðninguna á Arnari en í skoðanakönnun á forsíðu, sem yfir 2.100 hafa tekið þátt í, segjast 78% ánægð með að fá Arnar sem þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner