Klukkan 14:00 verður fréttamannafundur á Laugardalsvelli þar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, svarar spurningum fjölmiðla.
Fylgst verður með fundinum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og farið yfir ýmis mál í aðdraganda hans
Fylgst verður með fundinum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og farið yfir ýmis mál í aðdraganda hans
„Á fundinum situr Arnar fyrir svörum og er fulltrúum fjölmiðla gefinn kostur á viðtölum við hann og aðra fulltrúa KSÍ að loknum fundi," segir í tölvupósti frá KSÍ.
Á fundinum verður væntanlega staðfest hvernig teymið verður í kringum Arnar og ýmislegt áhugavert kemur í ljós.
Arnar hefur náð frábærum árangri sem þjálfari Víkings en félagið mun tilkynna um sín þjálfaramál á næstu dögum.
12:29
Arnar stýri ekki gegn Panathinaikos
Lýsingunni barst bréf. Talið er að Arnar hafi stýrt sínum síðasta leik hjá Víkingi því samkvæmt bréfinu mun nýr þjálfari liðsins vera við stjórnvölinn gegn Panathinaikos, væntanlega Sölvi. Kemur í ljós á eftir.
Eyða Breyta
Arnar stýri ekki gegn Panathinaikos
Lýsingunni barst bréf. Talið er að Arnar hafi stýrt sínum síðasta leik hjá Víkingi því samkvæmt bréfinu mun nýr þjálfari liðsins vera við stjórnvölinn gegn Panathinaikos, væntanlega Sölvi. Kemur í ljós á eftir.
Eyða Breyta
12:18
Fyrsti "heimaleikur" Arnars verður erlendis
Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca.
Vegna lélegra vallarmála á Íslandi og framkvæmda við Laugardalsvöll verður fyrsti "heimaleikur" Íslands undir stjórn Arnars spilaður á hlutlausum velli á Spáni.
Svo tekur við undankeppni HM. Ísland er í fjögurra liða riðli með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan. Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM.
Eyða Breyta
Fyrsti "heimaleikur" Arnars verður erlendis
Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca.
Vegna lélegra vallarmála á Íslandi og framkvæmda við Laugardalsvöll verður fyrsti "heimaleikur" Íslands undir stjórn Arnars spilaður á hlutlausum velli á Spáni.
Svo tekur við undankeppni HM. Ísland er í fjögurra liða riðli með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan. Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM.
Eyða Breyta
12:08
Breytti félaginu okkar á einu augabragði
Tómas Þór Þórðarson, fjölmiðlamaður og stuðningsmaður Víkings, skrifaði færslu á Facebook:
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar mér var tjáð að Víkingur ætlaði að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins veturinn 2018. Fyrri störf hans gerðu mig frekar tortrygginn
En, ég átti alltaf eftir að prófa að hafa rangt fyrir mér þegar kemur að íþróttum og er ég feginn að hafa eytt því þarna út fyrir sjö árum síðan.
Maðurinn breytti félaginu okkar á einu augabragði, eins og þingmaðurinn sagði, og hefur toppað sig ár frá ári. Ég hef alltaf sagt, og meina það, að bikarinn 2019 og fótboltinn sem liðið spilaði þá dugði mér fyrir lífstíð en ég slæ ekki höndinni á móti öllu hinu sem fylgdi
Ísland er að fá frábæran mann og þjálfara og verður í meira lagi gaman að sjá íslenska liðið undir stjórn Arnars. Takk fyrir mig.
Eyða Breyta
Breytti félaginu okkar á einu augabragði
Tómas Þór Þórðarson, fjölmiðlamaður og stuðningsmaður Víkings, skrifaði færslu á Facebook:
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar mér var tjáð að Víkingur ætlaði að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins veturinn 2018. Fyrri störf hans gerðu mig frekar tortrygginn
En, ég átti alltaf eftir að prófa að hafa rangt fyrir mér þegar kemur að íþróttum og er ég feginn að hafa eytt því þarna út fyrir sjö árum síðan.
Maðurinn breytti félaginu okkar á einu augabragði, eins og þingmaðurinn sagði, og hefur toppað sig ár frá ári. Ég hef alltaf sagt, og meina það, að bikarinn 2019 og fótboltinn sem liðið spilaði þá dugði mér fyrir lífstíð en ég slæ ekki höndinni á móti öllu hinu sem fylgdi
Ísland er að fá frábæran mann og þjálfara og verður í meira lagi gaman að sjá íslenska liðið undir stjórn Arnars. Takk fyrir mig.
Eyða Breyta
12:05
Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, segir að félagið hefði viljað fá mun hærri upphæð fyrir Arnar en raunin varð. Fótbolti.net hefur fjallað um að KSÍ hafi þurft að greiða 10-15 milljónir til að fá Arnar lausan.
Í viðtali við Vísi var Heimir spurður að því hvort Víkingar væru sáttir með upphæðina.
„Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við," svaraði Heimir.
Heimir segist samgleðjast Arnari: „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref."
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en Heimir segir að ekki sé búið að ganga frá málum.
Eyða Breyta
Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, segir að félagið hefði viljað fá mun hærri upphæð fyrir Arnar en raunin varð. Fótbolti.net hefur fjallað um að KSÍ hafi þurft að greiða 10-15 milljónir til að fá Arnar lausan.
Í viðtali við Vísi var Heimir spurður að því hvort Víkingar væru sáttir með upphæðina.
„Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við," svaraði Heimir.
Heimir segist samgleðjast Arnari: „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref."
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en Heimir segir að ekki sé búið að ganga frá málum.
Eyða Breyta
11:54
Hefur kraft í að fá fólk til að standa saman
Í ferlinu hjá KSÍ var rætt við tvo íslenska þjálfara en þegar Freyr Alexandersson tók við Brann var ljóst í hvað stefndi.
Freyr ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í hlaðvarpsviðtali sem var tekið upp í gær. Freyr var spurður út í ráðninguna á Arnari.
„Arnar Gunnlaugsson er pottþétt góður kostur. Hann er frábær þjálfari. Frábær í samskiptum og hefur náð frábærum árangri með Víking," segir Freyr í spjallinu við Guðmund.
„Þetta er nýtt umhverfi og ný barátta en hann hefur aðlögunarhæfni. Hann hefur kraft í að fá fólk til að standa saman. Svo er hann með frábært starfsfólk hjá Knattspyrnusambandinu. Starfslið landsliðsins er gott og flestir sem eru þar eru með mikla reynslu."
Eyða Breyta
Hefur kraft í að fá fólk til að standa saman
Í ferlinu hjá KSÍ var rætt við tvo íslenska þjálfara en þegar Freyr Alexandersson tók við Brann var ljóst í hvað stefndi.
Freyr ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í hlaðvarpsviðtali sem var tekið upp í gær. Freyr var spurður út í ráðninguna á Arnari.
„Arnar Gunnlaugsson er pottþétt góður kostur. Hann er frábær þjálfari. Frábær í samskiptum og hefur náð frábærum árangri með Víking," segir Freyr í spjallinu við Guðmund.
„Þetta er nýtt umhverfi og ný barátta en hann hefur aðlögunarhæfni. Hann hefur kraft í að fá fólk til að standa saman. Svo er hann með frábært starfsfólk hjá Knattspyrnusambandinu. Starfslið landsliðsins er gott og flestir sem eru þar eru með mikla reynslu."
15.01.2025 16:56
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Eyða Breyta
11:49
Þjóðin ánægð
Lesendum Fótbolta.net líst vel á ráðninguna á Arnari en í skoðanakönnun á forsíðu, sem yfir 2.100 hafa tekið þátt í, segjast 78% ánægð með að fá Arnar sem þjálfara.
Eyða Breyta
Þjóðin ánægð
Lesendum Fótbolta.net líst vel á ráðninguna á Arnari en í skoðanakönnun á forsíðu, sem yfir 2.100 hafa tekið þátt í, segjast 78% ánægð með að fá Arnar sem þjálfara.
Eyða Breyta
11:37
Ekki bara bestur á Íslandi heldur í Evrópu
Arnar Gunnlaugsson nær afskaplega vel til leikmanna sinna. Karl Friðleifur Gunnarsson leikmaður Víkings notaði heldur betur stór orð um Arnar í lok nóvember.
„Hann er búinn að sýna það að hann er ekki bara besti þjálfarinn á Íslandi heldur í Evrópu að mínu mati. Það er því alveg eðlilegt að hann sé orðaður við íslenska landsliðið," sagði Kalli.
Eyða Breyta
Ekki bara bestur á Íslandi heldur í Evrópu
Arnar Gunnlaugsson nær afskaplega vel til leikmanna sinna. Karl Friðleifur Gunnarsson leikmaður Víkings notaði heldur betur stór orð um Arnar í lok nóvember.
„Hann er búinn að sýna það að hann er ekki bara besti þjálfarinn á Íslandi heldur í Evrópu að mínu mati. Það er því alveg eðlilegt að hann sé orðaður við íslenska landsliðið," sagði Kalli.
29.11.2024 11:15
Sögurnar um Arnar ekki truflandi - „Ekki bara besti þjálfarinn á Íslandi heldur í Evrópu að mínu mati"
Eyða Breyta
11:22
Þetta segir formaðurinn:
„Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst," segir Þorvaldur Örlygsson í fréttatilkynningu KSÍ.
Eyða Breyta
Þetta segir formaðurinn:
„Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst," segir Þorvaldur Örlygsson í fréttatilkynningu KSÍ.
Eyða Breyta
11:17
Hefur Arnar stýrt sínum síðasta leik hjá Víkingi?
Eða klárar hann komandi einvígi gegn Panathinaikos samhliða starfi sínu hjá KSÍ, áður en hann lætur af störfum í Fossvoginum? Eitt af því sem svarað verður á eftir. Ég ætla að spá því að hann klári verkefnið gegn gríska liðinu.... bíðum og sjáum.
Eyða Breyta
Hefur Arnar stýrt sínum síðasta leik hjá Víkingi?
Eða klárar hann komandi einvígi gegn Panathinaikos samhliða starfi sínu hjá KSÍ, áður en hann lætur af störfum í Fossvoginum? Eitt af því sem svarað verður á eftir. Ég ætla að spá því að hann klári verkefnið gegn gríska liðinu.... bíðum og sjáum.
Eyða Breyta
11:15
Sama teymi og hjá Hareide?
Á fundinum á eftir verður væntanlega staðfest hvernig teymi Arnars verður. Hugmynd KSÍ eftir að Age Hareide hætti var að halda í sama teymi. Davíð Snorri Jónasson verður væntanlega áfram aðstoðarþjálfari. Spurning er hvort Sölvi Geir Ottesen verði áfram í teyminu þó hann taki við sem aðalþjálfari Víkings?
Eyða Breyta
Sama teymi og hjá Hareide?
Á fundinum á eftir verður væntanlega staðfest hvernig teymi Arnars verður. Hugmynd KSÍ eftir að Age Hareide hætti var að halda í sama teymi. Davíð Snorri Jónasson verður væntanlega áfram aðstoðarþjálfari. Spurning er hvort Sölvi Geir Ottesen verði áfram í teyminu þó hann taki við sem aðalþjálfari Víkings?
Eyða Breyta
11:09
Tólfan vonar að Arnar haldi í þann sið að hitta stuðningsmenn á Ölveri
„Tólfan vil óska nýjum Landsliðsþjálfara til hamingju með starfið og hlakkar til að styðja liðið undir hans stjórn til stórra afreka. Það er okkar von að hann haldi áfram þeim frábæra sið að hitta okkur á heimavellinum okkar, Ölveri, fyrir heimaleiki líkt og forverar hans hafa gert," segir í tilkynningu frá stjórn Tólfunnar, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins.
„Við skorum á allar Tólfur landsins til að flykkja sér á bak við nýjan þjálfara og mæta á næsta heimaleik að bjóða hann velkominn og styðja strákana okkar.
Áfram Ísland!"
Eyða Breyta
Tólfan vonar að Arnar haldi í þann sið að hitta stuðningsmenn á Ölveri
„Tólfan vil óska nýjum Landsliðsþjálfara til hamingju með starfið og hlakkar til að styðja liðið undir hans stjórn til stórra afreka. Það er okkar von að hann haldi áfram þeim frábæra sið að hitta okkur á heimavellinum okkar, Ölveri, fyrir heimaleiki líkt og forverar hans hafa gert," segir í tilkynningu frá stjórn Tólfunnar, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins.
„Við skorum á allar Tólfur landsins til að flykkja sér á bak við nýjan þjálfara og mæta á næsta heimaleik að bjóða hann velkominn og styðja strákana okkar.
Áfram Ísland!"
Eyða Breyta
11:05
Ég er klár í það verkefni
„Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð. Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma," sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir að hafa fundað með KSÍ í síðustu viku.
„Mér finnst þetta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum."
Þetta var svo haft eftir Arnari í tilkynningu KSÍ eftir ráðninguna:
„Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni."
Eyða Breyta
Ég er klár í það verkefni
„Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð. Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma," sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir að hafa fundað með KSÍ í síðustu viku.
„Mér finnst þetta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum."
Þetta var svo haft eftir Arnari í tilkynningu KSÍ eftir ráðninguna:
„Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni."
Eyða Breyta
11:00
Svona var tímalínan lauslega
Þann 25. nóvember var tilkynnt er að Age Hareide væri hættur með íslenska landsliðið. Arnar var samstundis einn af þeim sem var orðaður við starfið.
Þorvaldur formaður KSÍ og varformennirnir tveir; Helga Helgadóttir og Ingi Sigurðsson, leiddu leitina að næsta landsliðsþjálfara.
Milli jóla og nýárs var opinberað að stjórn KSÍ hefði samþykkt að fundað yrði með þremur aðilum. Það reyndust Arnar, Freyr Alexandersson og hinn danski Bo Henriksen.
Þegar Freyr tók við Brann á dögunum var ljóst í hvað stefndi. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net borgar KSÍ 10 milljónir til Víkings fyrir að fá Arnar lausan en hann átti ár eftir af samningi sínum.
Í gærkvöldi kom svo staðfestingin frá KSÍ og fjölmiðlar voru boðaðir á fréttamannafund.
Eyða Breyta
Svona var tímalínan lauslega
Þann 25. nóvember var tilkynnt er að Age Hareide væri hættur með íslenska landsliðið. Arnar var samstundis einn af þeim sem var orðaður við starfið.
Þorvaldur formaður KSÍ og varformennirnir tveir; Helga Helgadóttir og Ingi Sigurðsson, leiddu leitina að næsta landsliðsþjálfara.
Milli jóla og nýárs var opinberað að stjórn KSÍ hefði samþykkt að fundað yrði með þremur aðilum. Það reyndust Arnar, Freyr Alexandersson og hinn danski Bo Henriksen.
Þegar Freyr tók við Brann á dögunum var ljóst í hvað stefndi. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net borgar KSÍ 10 milljónir til Víkings fyrir að fá Arnar lausan en hann átti ár eftir af samningi sínum.
Í gærkvöldi kom svo staðfestingin frá KSÍ og fjölmiðlar voru boðaðir á fréttamannafund.
Eyða Breyta
10:49
Svona var tilkynning Víkings
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en hann var aðstoðarmaður Arnars. Heyrst hefur að Víkingur verði með fréttamannafund á morgun.
Hér að neðan má sjá hvernig fréttatilkynning Víkings leit út í gærkvöldi (að sjálfsögðu höfum við rauðan bakgrunn á þessu)
Yfirlýsingin frá Víkingi
Knattpyrsnudeild Víkings hefur samþykkt kauptilboð KSÍ í Arnar Gunnlaugsson.
Arnar hefur verið við stjórnvölinn í Hamingjunni síðan seint árið 2018 þegar hann tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Á sínu fyrsta tímabili leiddi Arnar liðið til sigurs í Mjólkurbikarnum en það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Árið 2021 urðu Víkingar tvöfaldir meistarar (Íslands- og bikarmeistarar) í fyrsta skipti í sögu knattspyrnudeildar félagsins. Bikarmeistaratitill númer 3 kom svo árið 2022 og árið 2023 varð Víkingur aftur tvöfaldur meistari (Íslands- og bikarmeistarar).
Árangur liðsins í Evrópu fór stigvaxandi árin 2020-2023 en náði nýjum og áður óþekktum hæðum seint á síðasta ári. Það má með sanni segja að lið Víkings hafi skrifað söguna undanfarna mánuði en liðið var fyrst íslenskra liða til að vinna leik í deildarkeppni á vegum UEFA. Frammistaða liðsins tryggði þátttökurétt í umspili Sambandsdeildar Evrópu með 2 sigrum og 2 jafnteflum í deildarkeppninni.
Bikarmeistari 2019,2021,2022,2023
Íslandsmeistarar 2021, 2023
Meistarakeppni KSÍ 2022, 2024
24 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu 2024/2025
Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands.
Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum.
Eyða Breyta
Svona var tilkynning Víkings
Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en hann var aðstoðarmaður Arnars. Heyrst hefur að Víkingur verði með fréttamannafund á morgun.
Hér að neðan má sjá hvernig fréttatilkynning Víkings leit út í gærkvöldi (að sjálfsögðu höfum við rauðan bakgrunn á þessu)
Yfirlýsingin frá Víkingi
Knattpyrsnudeild Víkings hefur samþykkt kauptilboð KSÍ í Arnar Gunnlaugsson.
Arnar hefur verið við stjórnvölinn í Hamingjunni síðan seint árið 2018 þegar hann tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Á sínu fyrsta tímabili leiddi Arnar liðið til sigurs í Mjólkurbikarnum en það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Árið 2021 urðu Víkingar tvöfaldir meistarar (Íslands- og bikarmeistarar) í fyrsta skipti í sögu knattspyrnudeildar félagsins. Bikarmeistaratitill númer 3 kom svo árið 2022 og árið 2023 varð Víkingur aftur tvöfaldur meistari (Íslands- og bikarmeistarar).
Árangur liðsins í Evrópu fór stigvaxandi árin 2020-2023 en náði nýjum og áður óþekktum hæðum seint á síðasta ári. Það má með sanni segja að lið Víkings hafi skrifað söguna undanfarna mánuði en liðið var fyrst íslenskra liða til að vinna leik í deildarkeppni á vegum UEFA. Frammistaða liðsins tryggði þátttökurétt í umspili Sambandsdeildar Evrópu með 2 sigrum og 2 jafnteflum í deildarkeppninni.
Bikarmeistari 2019,2021,2022,2023
Íslandsmeistarar 2021, 2023
Meistarakeppni KSÍ 2022, 2024
24 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu 2024/2025
Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands.
Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum.
Eyða Breyta
10:42
Þorvaldur þjálfaði Arnar hjá Fram
Arnar og Þorvaldur Örlygsson, sem er nú formaður KSÍ, léku saman í landsliðinu en þeirra fyrsti landsleikur saman var 1993 í vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum. Báðir voru þeir í byrjunarliði Íslands þann dag.
Þeir enduðu á því að spila 13 landsleiki saman. Tvö af þremur landsliðsmörkum Arnars komu í leikjum sem Þorvaldur spilaði líka.
Þorvaldur, sem lék 41 landsleik, þjálfaði svo síðar meir Arnar á síðasta ári á ferli hans, sumarið 2011 hjá Fram. Það sumar skoraði Arnar sjö mörk í 14 leikjum í efstu deild en hann var á þeim tíma byrjaður að hugsa út í þjálfun
Eyða Breyta
Þorvaldur þjálfaði Arnar hjá Fram
Arnar og Þorvaldur Örlygsson, sem er nú formaður KSÍ, léku saman í landsliðinu en þeirra fyrsti landsleikur saman var 1993 í vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum. Báðir voru þeir í byrjunarliði Íslands þann dag.
Þeir enduðu á því að spila 13 landsleiki saman. Tvö af þremur landsliðsmörkum Arnars komu í leikjum sem Þorvaldur spilaði líka.
Þorvaldur, sem lék 41 landsleik, þjálfaði svo síðar meir Arnar á síðasta ári á ferli hans, sumarið 2011 hjá Fram. Það sumar skoraði Arnar sjö mörk í 14 leikjum í efstu deild en hann var á þeim tíma byrjaður að hugsa út í þjálfun
15.01.2025 13:06
Verðandi landsliðsþjálfari spilaði með og fyrir formanninn
Eyða Breyta
10:37
Kynning á Arnari úr tilkynningu KSÍ:
Arnar, sem er Skagamaður að upplagi og verður 52 ára á árinu, hefur verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi við góðan orðstír síðustu ár og unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitla.
Hann er knattspyrnuáhugafólki einnig að góðu kunnur sem leikmaður, enda lék hann 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk, auk þess að leika (og skora) fyrir öll yngri landsliðin
Arnar er uppalinn hjá ÍA og lék sem leikmaður flesta leiki sína hérlendis með liði Skagamanna, en lék einnig með KR, FH, Fram, Val og Haukum. Á atvinnumannaferli sínum erlendis lék Arnar í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi.
Eyða Breyta
Kynning á Arnari úr tilkynningu KSÍ:
Arnar, sem er Skagamaður að upplagi og verður 52 ára á árinu, hefur verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi við góðan orðstír síðustu ár og unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitla.
Hann er knattspyrnuáhugafólki einnig að góðu kunnur sem leikmaður, enda lék hann 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk, auk þess að leika (og skora) fyrir öll yngri landsliðin
Arnar er uppalinn hjá ÍA og lék sem leikmaður flesta leiki sína hérlendis með liði Skagamanna, en lék einnig með KR, FH, Fram, Val og Haukum. Á atvinnumannaferli sínum erlendis lék Arnar í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi.
Eyða Breyta
10:31
Góðan og gleðilegan daginn!
Það verður stuð í Laugardalnum í dag þegar Arnar Gunnlaugsson ræðir við fjölmiðla, eftir að hafa verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari að lonum stjórnarfundi KSÍ í gær.
Við fylgjumst með fundinum í beinni og förum yfir hin ýmsu mál í aðdraganda hans.
Fylgist með okkur í dag!
Eyða Breyta
Góðan og gleðilegan daginn!
Það verður stuð í Laugardalnum í dag þegar Arnar Gunnlaugsson ræðir við fjölmiðla, eftir að hafa verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari að lonum stjórnarfundi KSÍ í gær.
Við fylgjumst með fundinum í beinni og förum yfir hin ýmsu mál í aðdraganda hans.
Fylgist með okkur í dag!
Eyða Breyta
Athugasemdir