Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, bað Ruud van NIstelrooy, fyrrum leikmann Man Utd, aföskunar í gær á atviki sem átti sér stað fyrir 22 árum.
Van Nistelrooy er í dag stjóri Leicester og Keown er sérfræðingur hjá TNT Sports. Þeir hittust eftir leik Leicester og Arsenal í gær.
Það var mikill rígur á milli Arsenal og Man Utd á sínum tíma þegar Keown var hjá Arsenal og Van Nistelrooy hjá Manchester United. Það var einn leikur árið 2003 sem lifir í minningunni. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Van Nistelrooy klikkaði á vítaspyrnu undir lokin.
Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í kjölfarið og Keown leiddi hasarinn í lokin.
„Martin ertu góður? Það er langt síðan síðast," sagði Van NIstelrooy.
„Gaman að sjá þig. Ég vil biðjast afsökunar á öllum þeim níðingsverkum sem viðgengst í gamla daga," sagði Keown.
Van Nistelrooy kippti sér ekki mikið upp við þetta en þeir voru sammála um að það hafi verið gaman af rígnum á sínum tíma.
Athugasemdir