Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guimaraes: Einn besti dagur lífs míns
Mynd: EPA
Newcastle er enskur deildabikarmeistari árið 2025 eftir sigur á Liverpool á Wembley í kvöld.

Newcastle var með yfirburði allan leikinn og Liverpool komst hvorki lönd né strönd.

Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, var í viðtali hjá Sky Sports strax eftir leikinn.

„Ég vildi skrifa nafnið mitt í sögu félagsins. Við getum nú sagt að við séum aftur orðnir meistarar. Þetta er einn besti dagur lífs míns, ég veit ekki hvað ég á að segja, stuðniingsmennirnir eiga þetta skilið," sagði Guimaraes.

„Fólk hefur fullorðnast og aldrei séð Newcastle vinna titil. Ég er svo ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner