Liverpool 1 - 2 Newcastle
0-1 Dan Burn ('45 )
0-2 Alexander Isak ('52 )
1-2 Federico Chiesa ('90 )
0-1 Dan Burn ('45 )
0-2 Alexander Isak ('52 )
1-2 Federico Chiesa ('90 )
Newcastle er deildabikarmeistari eftir sigur á Liverpool á Wembley í kvöld.
Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur en Newcastle var líklegri aðilinn og það skilaði sér undir lokin. Dan Burn kom liðinu yfir í uppbótatíma þegar hann fékk frían skalla eftir hornspyrnu.
Liverpool vildi fá vítaspyrnu eftir 40 mínútna leik þegar Kieran Trippier fékk boltann í höndina en ekkert dæmt.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Alexander Isak en var dæmdur rangstæður. Stuttu síðar komst hann aftur í færi og skoraði og í þetta sinn fékk markið að standa. 2-0 fyrir Newcastle.
Curtis Jones kom inn á sem varamaður snemma í seinni hállfeik og hann fékk frábært tækifæri en Nick Pope varði frábærlega frá honum.
Átta mínútum var bætt við og eftir fjórar mínútur í uppbótatímanum tókst Liverpool að klóra í bakkann en það var Federico Chiesa sem slapp einn í gegn og skoraði.
Newcastle vann leikinn 2-1 og nældi í sinn fyrsta deildabikarmeistaratitil gegn sigursælasta liði keppninnar.
Athugasemdir