Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zakharyan hafnaði Chelsea fyrir Sociedad
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rússneski sóknartengiliðurinn Arsen Zakharyan er að gera flotta hluti með Real Sociedad eftir erfiða byrjun hjá félaginu vegna veikinda.

Zakharyan er tvítugur og hefur komið við sögu í 38 leikjum það sem af er tímabils. Hann á 8 A-landsleiki að baki fyrir Rússland og segist elska lífið hjá Real Sociedad, en hann hafnaði Chelsea síðasta sumar til að spila í spænska boltanum.

„Það var hárrétt ákvörðun að koma til Real, ég er að verða að mikið betri leikmanni hér. Mér líður mjög vel og ég vil vera hérna næstu árin. Ég var með tilboð frá Chelsea síðasta sumar en ég vildi frekar spila í spænska boltanum og valdi þess vegna Real," sagði Zakharyan í viðtali við Mundo Deportivo/.

„Leikstíll liðsins hentar mér mjög vel en aðlögunarferlið hefur verið erfitt. Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að vera nægilega snöggur að taka rétta ákvörðun þegar ég er með boltann útaf hraðinn er svo mikill. Ég hef fulla trú á því að með tímanum geti ég verið lykilmaður í þessu liði.

„Ég á í erfiðleikum með tungumálið, það er mjög flókið fyrir mig að læra. Ég á í mjög góðum samskiptum við liðsfélagana og alla innan félagsins og mér líður eins og ég sé heima hjá mér, eina sem vantar er tungumálið."


Zakharyan hefur aðeins komið að sex mörkum á sínu fyrsta tímabili með Real Sociedad og segir að það sé eitt af sínum meginmarkmiðum að taka virkari þátt í markaskorun liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner