Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. september 2019 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Man City er besta lið í heimi
Klopp á blaðamannafundinum.
Klopp á blaðamannafundinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld fyrir leik Liverpool gegn Napoli í Meistaradeildinni á morgun.

Liverpool er ríkjandi meistari í Meistaradeildinni eftir sigur á Tottenham í úrslitaleik í júní síðastliðnum. Liverpool hefur farið þetta tímabil vel af stað og er með fimm stiga forskot Manchester City, sem er ríkjandi Englandsmeistari, á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir.

Þrátt fyrir þetta sagði Klopp á blaðamannafundinum að Man City væri besta lið heims.

„Við getum ekki verið besta lið Evrópu vegna þess að Manchester City er besta lið heims. Við erum á sömu plánetu, held ég," sagði Klopp við blaðamenn.

Ekki íþyngjandi að vera meistarar
Liverpool hefur titilvörn sína á morgun. Klopp býst ekki við að finna fyrir aukinni pressu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð þrátt fyrir sigurinn á síðasta tímabili.

„Þangað til á laugardaginn vorum við mjög einbeittir á Newcastle. Við æfðum í gær og í dag. Þá töluðum við um Meistaradeildina," sagði Klopp.

„Strákarnir munu sjá það í fundarherberginu á morgun að þeir þurfa að læra aftur. Við sáum það á síðasta tímabili hérna. Napoli er gríðarlega sterkt lið, mér finnst gaman að horfa á þá. Við hugsum ekki mikið um keppnina, en núna undirbúum við okkur fyrir þennan leik."

„Það íþyngir okkur ekki að vera meistarar. Það er langt síðan við unnum keppnina."

„Munu lið spila öðruvísi á móti okkur? Ég hef ekki hugmynd. Ég hef aldrei unnið Meistaradeildina áður. Vonandi erum við undirbúnir fyrir það," sagði Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner