Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 16. nóvember 2015 10:38
Magnús Már Einarsson
Aron æfði ekki í dag - Óvissa með morgundaginn
Frétt uppfærð
LG
Borgun
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, er á batavegi eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Pólverjum á föstudag.

Aron ætlaði að æfa með liðinu á keppnisvellinum í Zilina núna klukkan 11:30 en þegar á hólminn var komið gat hann það ekki vegna meiðsla.

„Hann tekur þátt í æfingunni á eftir og við metum það eftir hana. Hann var eitthvað að væla en hann er harður kall," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari brosandi við Fótbolta.net fyrir æfinguna í dag.

„Ég vona að hann geti spilað eitthvað en við tökum að sjálfsögðu engar áhættur. Við skoðum hvernig hann verður á þessari æfingu."

Rétt fyrir æfingu ákvað Aron að ekki væri skynsamlegt að æfa með liðinu í dag og því er hann í séræfingum með sjúkraþjálfara. Aron sagði við Fótbolta.net að hann sé allur að koma til en óvíst sé með þátttöku í leiknum á morgun.

Kári Árnason var ekki með gegn Pólverjum og Kolbeinn Sigþórsson fór af velli snemma leiks. Þeir verða líklega báðir með á morgun.

„Það eru einhverjir tæpir en ég held að allir séu leikfærir. Það fer svolítið eftir því hvað mönnum finnst. Við ætlum ekki að taka einhverjar áhættur á leikmönnum," sagði Heimir.
Er Liverpool besta lið heims í dag?
Athugasemdir
banner
banner