Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. nóvember 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að England verði að losa sig við Southgate
Gareth Southggate og Mido.
Gareth Southggate og Mido.
Mynd: Getty Images
Egyptinn Mido segir að England þurfi að losa sig við Gareth Southgate úr landsliðsþjálfarastólnum og ráða „almennilegan" þjálfara, eins og til dæmis Jose Mourinho.

Mido lagði skóna á hilluna fyrir sjö árum en hann spilaði á sínum tíma undir stjórn Southgate hjá Middlesbrough.

Mido skundaði á ritvöllinn eftir 2-0 tap Englands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær og skrifaði á Twitter.

„England þarf alvöru landsliðsþjálfara. Þeir eru bara að eyða tímanum með Southgate," segir Mido.

„Hann segir alltaf réttu hlutina í fjölmiðlum og það er líklega ástæðan fyrir því að hann hefur haldið starfinu svona lengi. En trúið mér, hann er alltaf hikandi þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp. Leikmenn skynja óttann í honum."

„Ég man þegar hann var hjá Middlesbrough, hann var dauðhræddur þegar við vorum í fallbaráttu. Þetta var vissulega hans fyrsta starf en þessir hlutir breytast ekki."

„Ef þú ert hræddur við að tapa fótboltaleikjum þá verður þú alltaf hræddur við að tapa fótboltaleikjum. England er með hæfileika í leikmannahópnum en liðið þarf stjóra með sterkan karakter. Einhvern sem fær menn til að njóta sín og spila óttalausa. Því miður er Southgate ekki rétti maðurinn í það."
Athugasemdir
banner
banner
banner