Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Víkingur lagði Njarðvík - ÍA vann ÍBV
Helgi Guðjóns skoraði í sigri Víkings. Hann gekk til liðs við félagið úr röðum Fram í haust.
Helgi Guðjóns skoraði í sigri Víkings. Hann gekk til liðs við félagið úr röðum Fram í haust.
Mynd: Víkingur R.
Tveir æfingaleikir fóru fram á dögunum, einn í karlaflokki og einn í kvenna.

Í Reykjanesbæ tók Njarðvík á móti Víkingi R. en gestirnir úr höfuðborginni reyndust sterkari.

Helgi Guðjónsson og Óttar Magnús Karlsson skoruðu fyrstu tvö mörk Víkings sem leikur í Pepsi Max-deildinni.

Heimamönnum tókst ekki að skora en þeir enduðu á botni Inkasso-deildarinnar í sumar og munu því leika í 2. deildinni á næsta ári.

Njarðvík 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson
0-2 Óttar Magnús Karlsson
0-3 Bjarni Páll Linnet Runólfsson

Í kvennaflokki átti ÍA, sem endaði neðarlega í Inkasso í sumar, heimaleik við ÍBV sem var óvænt í fallbaráttu í Pepsi Max-deildinni.

Eyjastúlkur komust yfir en Erla Karitas Jóhannesdóttir sneri stöðunni við með tvennu áður en Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir gerðu út um viðureignina.

ÍA 4 - 2 ÍBV
0-1 Markaskorara vantar
1-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir
2-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir
3-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir
3-2 Markaskorara vantar
4-2 Róberta Lilja Ísólfsdóttir


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner